Bókaðu slakandi og mýkjandi upplifun fyrir starfsfólkið eða viðburðinn þinn.
BókaÉg heiti Frank Heiðar og er menntaður Heilsunuddari. Ásamt því að vera með mína eigin nuddstofu tek ég að mér vinnustaða og viðburðanudd. Ég hef unnið um árabil sem nuddari og tek að mér nuddverkefni á Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.
Það eina sem ég þarf er laust fundarherbergi eða skrifstofa með stól og borði og ég kem með rest. Ég kem með ferðahöfuðpúða sem ég set á skrifborð sem nuddþegi hallar sér á og þannig get ég nuddað háls, herðar og bak. Nú og ef er pláss fyrir það þá get ég komið með ferðanuddbekk og gefið nudd sem er líkara því sem þú fengir á hefðbundni nuddstofu. Nuddin eru oftast 15/30 mín á mann eða eins og best hentar þínu verkefni.
Ef þú vilt gera gott við starfsfólkið þitt þá er að bjóða þeim upp á nudd eitt það besta sem þú getur gert. Stífar axlir bráðna undan nuddinu og fólk kemur endurnært og slakt tilbaka til vinnu.
frank.vinnustadanudd@gmail.com
8636471